Fréttir


9.11.2022

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna efnistöku í Hornafjarðarósi

Skipulagsstofnun staðfesti 9. nóvember 2022 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 11. mars 2021.

Í breytingunni felst að skilgreint er um 2,5 ha efnistökusvæði E87 í Hornafjarðarósi fyrir efnistöku í flokki 2 þar sem heimilt er að vinna allt að 10.000 m3 af efni.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.