Fréttir


12.4.2019

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna hitaveitu

Skipulagsstofnun staðfesti 12. apríl 2019 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 16. október 2018.

Í breytingunni felst að ákveðin er lega tæplega 20 km langrar stofnæðar hitaveitu frá Hoffelli í Nesjum að hafnarsvæðinu á Höfn. Samhliða stofnæðinni verður lagður ljósleiðari. Afmarkað er 17 ha iðnaðarsvæði (I8) í landi Hoffells og Miðfells í Nesjum fyrir hitaveituna og í landi Stapa (I9) er skilgreint 5 ha iðnaðarsvæði fyrir dæluhús.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.