Fréttir


  • Miðbær Þorlákshöfn

11.9.2020

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss vegna miðbæjar Þorlákshafnar

Skipulagsstofnun staðfesti, 11. september 2020, breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022 sem samþykkt var í bæjarstjórn 20. ágúst 2020. 

Breytingar eru gerðar á afmörkun landnotkunarreita, miðsvæði minnkar og aukin áhersla er lögð á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.