Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra vegna Vatnsnesvegar og efnistöku
Skipulagsstofnun staðfesti 1. ágúst 2018 breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 sem samþykkt var í sveitarstjórn 14. júní 2018.
Í breytingunni felst breytt lega Vatnsnesvegar 711 á um 700 m kafla við bæinn Tjörn á Vatnsnesi ásamt nýjum efnistökusvæðum á fjórum stöðum til framtíðaruppbyggingar og viðhalds vega á Vatnsnesi.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.