Fréttir


  • Eyjafjarðar flutningslínur

5.6.2020

Staðfesting á breytingu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar vegna flutningslína raforku

Skipulagsstofnun staðfesti 4. júní 2020 breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024, sem samþykkt var í svæðisskipulagsnefnd þann 31. mars 2020.

Breytingin tekur til stefnu um flutningslínur raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3.

Málsmeðferð var samkvæmt 27. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast svæðisskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar hún hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.