29.5.2018

Staðfesting á breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Borgarlínu

Skipulagsstofnun staðfesti þann 25. maí 2018 breytingu á svæðisskipulaginu „Höfuðborgarsvæðið 2040“, sem samþykkt var í svæðisskipulagsnefnd 2. mars 2018. Afgreiðsla svæðisskipulagsnefndar var samþykkt af sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu og niðurstaða nefndarinnar auglýst í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu þann 5. maí 2018.
Breytingin er í meginatriðum tvíþætt, annars vegar að skilgreina nánar legu samgöngu- og þróunarása í svæðisskipulaginu og hins vegar að setja nánari ákvæði um útfærslu, uppbyggingu og þróun byggðar innan samgöngu- og þróunarása til leiðbeiningar fyrir aðalskipulagsgerð hlutað­eigandi sveitarfélaga.
Málsmeðferð var samkvæmt 27. gr. skipulagslaga.

Hægt er að nálgast svæðisskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.