Fréttir


  • Ljósmynd: Nanne Springer fyrir Glámu-Kím

20.6.2022

Störf sviðsstjóra aðalskipulags og stefnumótunar og miðlunar

Skipulagsstofnun óskar eftir að ráða sviðsstjóra sviðs aðalskipulags og sviðsstjóra sviðs
stefnumótunar og miðlunar.
Leitað er að einstaklingum sem hafa áhuga á að takast á við fjölbreytt verkefni, hafa áræði og
þekkingu til að leiða verkefni og getu til að leysa verk á eigin spýtur og í samstarfi við aðra.

Sviðsstjóri aðalskipulags

Meðal helstu verkefna sviðsins eru leiðbeiningar til sveitarfélaga um gerð
aðal- og svæðisskipulags og afgreiðsla aðal- og svæðisskipulagstillagna.

Helstu verkefni
- Forysta og dagleg stjórnun sviðsins.
- Leiðbeiningar til sveitarfélaga og ráðgjafa þeirra um gerð aðal- og svæðisskipulags.
- Þátttaka í stefnumótun og áætlanagerð stofnunarinnar.
- Afgreiðsla aðal- og svæðisskipulags.

 

Sviðsstjóri stefnumótunar og miðlunar

Meðal helstu verkefna sviðsins er landsskipulagsstefna og strandsvæðisskipulag auk miðlunar og kynningarmála.

Helstu verkefni
- Forysta og dagleg stjórnun sviðsins.
- Vinna að gerð og framfylgd landsskipulagsstefnu og strandsvæðisskipulags.
- Þátttaka í stefnumótun og áætlanagerð stofnunarinnar.
- Viðburðahald og útgáfa á vegum stofnunarinnar.

 

Menntunar- og hæfniskröfur fyrir bæði störfin:

- Meistarapróf sem nýtist í starfi.
- Þekking eða reynsla sem nýtist í starfi.
- Leiðtogahæfileikar, færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
- Hæfni til að hagnýta þekkingu og reynslu í ólíkum verkefnum.

- Frumkvæði, skapandi hugsun og metnaður til að ná árangri.
- Þekking á opinberri stjórnsýslu.
- Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
- Gott vald á íslensku í ræðu og riti og góð enskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 28. júní nk. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.

Ljósmynd á vef: Nanne Springer fyrir Glámu-Kím