Fréttir


  • Gróttuviti

2.10.2018

Styrkir úr Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar 2018

Úthlutað hefur verið úr Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar. Alls bárust 10 umsóknir um styrki úr sjóðnum með ósk um samtals rúmlega 19 milljónir en í ár hafði sjóðurinn 7,5 milljónir króna til ráðstöfunar. Við mati á umsóknum var sérstaklega horft til verkefna sem varða loftslagsmál og gæði skipulags og umhverfismats, sem og verkefna sem styðja við framfylgd landsskipulagsstefnu.

Eftirtalin verkefni hlutu styrk:

  • Eftirspurn bíla- og hjólastæða á höfuðborgarsvæðinu
  • Íslensk þýðing og útgáfa bókarinnar Mannlíf milli húsa eftir danska arkitektinn Jan Gehl
  • Mat á kolefnisspori á skipulagsstigi – skref í átt að kolefnishlutleysi
  • Sustainable development of Kvosin - 101 Reykjavík: the potential impact of shared spaces on community and tourism
  • Verslun og skipulag

 

Lýsing á verkefnunum.

Gert er ráð fyrir að lokaskýrslur rannsóknarverkefnanna verði birtar á vef Skipulagsstofnunar.