21.4.2017

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar vegna Þormóðseyrar

Athugasemdafrestur er til 24. maí 2017

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 vegna hafnarsvæðis á Þormóðseyri.

Tillagan er til sýnis á bæjarskrifstofum að Gránugötu 24, Siglufirði og hjá Skipulagsstofnun auk þess að vera aðgengileg á vef Fjallabyggðar

Athugasemdir þurfa að berast tæknifulltrúa annað hvort í Ráðhús Fjallabyggðar á Gránugötu 24, Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggð.is eigi síðar en 24. maí 2017.