Fréttir


6.9.2018

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar vegna flugþjónustusvæðis

Athugasemdafrestur er til 23. október 2018.

Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013-2013 sem felst í að auka byggingarheimildir á flugþjónustusvæði FLE úr 65.000 m2 í 190.000  m2.

Tillagan er til sýnis á skrifstofu skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á heimasíðu Keflavíkurflugvallar isavia.is og hjá Skipulagsstofnun. 

Kynningarfundur vegna breytingarinnar verður haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3, Sandgerði fimmtudaginn 4. október kl. 16.30.

Athugasemdir þurfa að berast til skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða á sveinn.valdimarsson@isavia.is eigi síðar en 23. október 2018.