Fréttir


  • Forsíða Torgsins 2arg1tbl2020

25.6.2020

Torgið – fréttabréf Skipulagsstofnunar

Útgáfa Torgsins, fréttabréfs Skipulagsstofnunar, hófst á liðnu ári, en ætlunin er að það komi út tvisvar á ári. Við þökkum góðar móttökur við útgáfu fyrsta tölublaðsins.

Í fyrra tölublaði þessa árs, sem nú er komið út, er komið inn á ýmislegt í starfi stofnunarinnar og tengt því – lærdóma af Kófinu, nýjar samráðsaðferðir, strandsvæðisskipulag, landsskipulagsstefnu og vegi í náttúru Íslands. Einnig er haldið áfram með fastan lið sem kynntur var til sögunnar í fyrsta tölublaði, en það er Skipulagsglugginn, þar sem vakin er athygli á skipulags- og hönnunarverkefnum sem fela í sér nýmæli og áhugaverðar lausnir.

Torgið - fréttabréf Skipulagsstofnunar