Fréttir


  • Skilti í landslagi, Varúð vinnusvæði

21.5.2024

Umhverfismatsdagurinn 2024 verður 11. júní

Umhverfismatsdagurinn, árleg ráðstefna Skipulagsstofnunar um umhverfismat, verður haldinn þann 11. júní næstkomandi, í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Í ár verður sjónum sérstaklega beint að eftirfylgni umhverfismats við framkvæmdir og starfsemi – en yfirskriftin er: „Er umhverfismat endastöð eða upphaf?“

Ráðstefnan mun standa frá klukkan 9:00 til 12:00 og verður fundargestum boðið upp á morgunverð.

Á ráðstefnunni mun Jos Arts hjá Groningen-háskóla segja frá nýlegum leiðbeiningum um eftirfylgni umhverfismats, Landsvirkjun og Vegagerðin deila af sinni reynslu við eftirfylgni ásamt umfjöllun um samlegðaráhrif og vöktun vegna vatnstöku.

Skipulagsstofnun hvetur fagfólk, hagsmunaaðila og annað áhugafólk um umhverfismat til að taka daginn frá. Einnig verður hægt að fylgjast með Umhverfismatsdeginum í beinu streymi. Nánari dagskrá verður birt á næstu dögum en skráning fer fram hér.