Fréttir


  • Merki Ungra umhverfissinna

16.1.2019

Ungt fólk vill geta tjáð sig um skipulagsmál en hefur takmarkaða þekkingu og reynslu

Rannsóknar- og þróunarsjóður

Ungir umhverfissinnar hlutu árið 2017 styrk úr Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar til að kanna aðkomu ungmenna að umhverfistengdum skipulagsmálum. Tilgangur verkefnisins var að kanna aðgengi ungmenna að skipulagsmálum og hversu auðveldlega þau geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Spurningar voru lagðar fyrir 924 ungmenni í öllum landshlutum.

Niðurstöður verkefnisins sýna að lítill hluti ungs fólks hefur þekkingu eða reynslu af þátttöku í skipulagsmálum. Enn fremur að ungt fólk hefur áhuga á að geta tjáð sjónarmið sín um skipulagsmál. Ungir umhverfissinnar telja niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að efla þurfi fræðslu fyrir ungmenni um þátttöku í skipulagsmálum.

Aðkoma ungmenna að umhverfistengdum skipulagsmálum