• Forsíða úttektarskýrslu

8.2.2016

Úttekt á samráðsferli Landsskipulagsstefnu 2015-2026

Ráðgjafarfyrirtækið Capacent hefur unnið úttekt á samráðsferli Landsskipulagsstefnu 2015-2026.

Markmið úttektarinnar er að afla upplýsinga sem geta nýst til að styrkja og bæta ferlið við mótun næstu landsskipulagsstefnu, afla upplýsinga um upplifun þátttakenda í ferlinu og að greina hvernig tekist hafi til við að móta heildstæða framtíðarsýn um skipulagsmál á landsvísu. 

Úttektin byggir á rýni gagna úr ferlinu af mismunandi stigum samráðs ásamt viðtölum við nokkra af þátttakendum. Fjallað er um fjögur mismunandi stig samráðs vegna mótunar landsskipulagsstefnu, þ.e. helstu skref í kynningu og samráði við lýsingu landsskipulagsstefnu, greiningu valkosta, útfærslu tillögu og við auglýsta tillögu að landsskipulagsstefnu. 

Sjá nánar á vef landsskipulagsstefnu.

Úttekt á samráðsferli Landsskipulagsstefnu 2015-2026