Borgarlína, lota 1. Ártúnshöfði - Hamraborg
Mat á umhverfisáhrifum - kynning umhverfismatsskýrslu
Frestur til að senda inn umsögn er til 25. janúar 2025
Verkefnastofa Borgarlínu hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna umhverfismats fyrir Borgarlínu, lotu 1, frá Ártúnshöfða í Reykjavík að Hamraborg í Kópavogi.
Hér má skoða umhverfismatsskýrslu og fylgiskjöl hennar í Skipulagsgátt.
Umsagnarfrestur: Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og veitt umsögn í gegnum Skipulagsgátt eigi síðar en 25. janúar 2025.
Þann 25. nóvember 2024 var birt uppfært kortahefti í stað þess eldra. Var þetta gert vegna misræmis í umhverfismatsskýrslu og kortahefti. Engin kort hafa verið fjarlægð úr viðaukanum, en eftirfarandi breytingar gerðar.
- Settur var inn texti á forsíðu viðaukans þar sem fram kemur sá fyrirvari að öll kort miða við rýni á frumdrögum sem var lokið fyrir nokkru síðan. Kortunum var ekki breytt eftir það.
- Settur var inn gulur kassi á nokkur kort í viðaukanum þar sem breytingar hafa þegar átt sér stað við frekari hönnunarvinnu og þar sem vitað er að breytingar munu eiga sér stað. Þetta á við á leggjum 130, 140, 150 og 180.
Ráðgert er að kynna framkvæmdina og umhverfisáhrif hennar í Reykjavík og Kópavogi. Fundirnir sem eru ráðgerðir í ársbyrjun 2025 verða auglýstir síðar.