Mál í kynningu


18.4.2018

Efnistaka í Rauðamel á Reykjanesi

Mat á umhverfisáhrifum - tillaga að matsáætlun

  • Rauðimelur afmörkun framkvæmdasvæðis

Kynningartími er til 3. maí 2018

Íslenskir aðalverktakar hafa lagt fram tillögu að matsáætlun vegna efnistöku í Rauðamel á Reykjanesi. Öllum er heimilt að koma á framfæri athugasemdum við tillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast Skipulagsstofnun eigi síðar en 3. maí 2018.

Tillögu að matsáætlun má skoða hér .

Skipulagsstofnun hefur leitað umsagna hjá eftirtöldum aðilum: Grindavíkurbæ, Reykjanesbæ, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun.

Athugasemdir má senda á netfangið skipulag@skipulag.is.