Mál í kynningu


31.3.2022

Framleiðsluaukning eggjabúsins að Vallá á Kjalarnesi

Mat á umhverfisáhrifum - kynning umhverfismatsskýrslu

Umsagnarfrestur er til 17. maí 2022

Stjörnuegg hf. hafa lagt fram umhverfismatsskýrslu fyrir endurnýjun búnaðar og aukna framleiðslugetu eggjabús Vallár á Kjalarnesi í Reykjavík.

Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og veitt umsögn um framkvæmdina og umhverfismat hennar.

Hér má skoða umhverfismatsskýrslu.

Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b í Reykjavík.

Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. maí 2022 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.