Mál í kynningu


11.5.2016

Landfylling í Elliðaárvogi í Reykjavík

Kynningatími til 23. júní 2016

  • Landfylling í Elliðaárvogi

Reykjavíkurborg hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um landfyllingu í Elliðaárvogi.

Frummatsskýrslan og viðaukar eru aðgengilegir hér og í  Menningarhúsi Grófinni, Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 23. júní 2016 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

Vakin er athygli á að Reykjavíkurborg stendur fyrir kynningarfundi á frummatsskýrslu þann 19. maí 2016 kl. 17:00 til 19:00 í hverfisbækistöð Reykjavíkurborgar að Stórhöfða 9 og eru allir velkomnir.