Mál í kynningu


2.7.2014

Auglýsing um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022 vegna virkjanaframkvæmda á veituleið Blönduvirkjunar

Sveitarstjórna Húnavatnshrepps kynnir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 9. apríl 2014. Breytingin er gerð vegna áforma Landsvirkjunar um að reisa þrjár virkjanir á núverandi veituleið Blönduvirkjunar frá Blöndulóni að Gilsárlóni, þ.e. Þramarvirkjun (12 MW), Friðmundarvirkjun (11MW) og Kolkuvirkjun (8MW).
Breytingartillagan, aðalskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu, liggur frammi til kynningar frá 2. júlí til 13. ágúst nk. á skrifstofu Húnavatnshrepps á Húnavöllum, á bókasafni Austur-Húnavatnssýslu á Blönduósi og hjá Skipulagsstofnun að Laugavegi 166 í Reykjavík. Einnig er breytingartillagan aðgengileg á heimasíðu Húnavatnshrepps, http://www.hunavatnshreppur.is/.  Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 13. ágúst nk. til Húnavatnshrepps, Húnavöllum, 541 Blönduós. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni

Bjarni Þór Einarsson
skipulags- og byggingarfulltrúi Húnavatnshrepps