Mál í kynningu


17.7.2014

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023, þéttbýlið í Reykjahlíð og Reykjahlíðarjörðin

Frestur til athugasemda er til 8. ágúst 2014.

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023, þéttbýlið í Reykjahlíð og Reykjahlíðarjörðin

 

Breyting á aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti á fundi sínum 25. júní 2014 að auglýsa breytingar á aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 samhliða ofangreindum deiliskipulagstillögum skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarnar eru gerðar til samræmis við auglýstar deiliskipulagstillögur. Tillagan er unnin á grundvelli Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011-2023.

 

Samtímis er auglýst deiliskipulag þéttbýlis Reykjahlíðar og deiliskipulag Reykjahlíðarjarðarinnar.

 

Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum munu liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, Mývatni frá og með föstudeginum 27. júní til og með föstudeginum 8. ágúst 2014.  Þá eru upplýsingar og aðgengilegar á heimasíðu Skútustaðhrepps:

Hér má skoða tillögurnar.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 8. ágúst 2014.

Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@thingeyjarsveit.is.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps.