Mál í kynningu


20.1.2015

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2005-2017, „Grímsstaðareitur”

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2005-2017 „Grímsstaðareitur”, íbúðarsvæði í miðbæ Hveragerðis.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar auglýsir hér meðtillögu að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2005-2017 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Svæðið, sem breytingartillagan nær til afmarkast af  Breiðumörk, Þórsmörk, Reykjamörk og Þelamörk. Breytingin felst í að landbúnaðarnotkun á svæðinu víkur fyrir íbúðarnotkun. Á lóðum meðfram Breiðumörk verður áfram verslun og þjónusta með heimild fyrir íbúðum á efri hæð húsa. Á íbúðarlóðum verður heimild fyrir minniháttar atvinnustarfsemi. Hæð húsa verður takmörkuð við 1-2 hæðir.

Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunum að Sunnumörk 2 frá og með þriðjudeginum 20. janúar nk. til þriðjudagsins 3. mars 2015 og hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Hveragerðisbæjar, http://www.hveragerdi.is/Mannlif/Frettir/19-01-15_09-59/.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til miðvikudagsins 4. mars 2015.

Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2.

 

Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.