Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017, Þúfukot
Breytingartillagan tekur til 26,4 ha svæðis sem skilgreint er í aðalskipulagi Kjósarhrepps sem búgarðabyggð með tilvísunarnúmerið B3 á sveitarfélagsuppdrætti.
Breytingartillaga þessi felur í sér að búgarðabyggð í Þúfukoti verði felld niður og land þess í stað skilgreint sem frístundabyggð annars vegar og landbúnaðarsvæði hins vegar. Stærð nýs frístundasvæðis er 22,4 ha með tilvísunarnúmer F30 á sveitarfélagsuppdrætti. Þeir 4 ha lands sem eftir standa verða skilgreindir sem landbúnaðarsvæði.
Tillaga að breytingu verður til sýnis frá og með 23. janúar 2015 til og með 9. mars 2015 á eftirtöldum stöðum:
Á skrifstofu sveitarfélagsins að Ásgarði.
Á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.kjos.is/Files/Skra_0068738.pdf
Á skrifstofu Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, Reykjavík.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefin kostur á að gera skriflegar athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 9. mars 2015. Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins að Ásgarði eða á netfangið jon@kjos.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast samþykkir henni.
Samhliða er auglýst tillaga að deiliskipulagi Þúfukots og er hún til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins að Ásgarði og á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.kjos.is/Files/Skra_0068738.pdf
Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps.