Mál í kynningu


26.1.2015

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028, vegna athafnasvæðis við Vogavík

Breyting á aðalskipulagi felst í eftirfarandi:

Mörk athafnasvæðis A-3 breytast og stækkar athafnasvæðið úr 11,0 ha í 13,0. Athafnasvæðið stækkar til norðausturs, norður fyrir aðkomuveg að svæðinu, inn á svæði sem er innan lóðar fiskeldisfyrirtækisins Stofnfisks sem er með starfsemi sína á svæðinu. Stækkun til norðurs er um 4,0 ha inn á svæði sem fyrir breytingu er skilgreint sem óbyggt svæði. Sú breyting er einnig gerð á mörkum afhafnasvæðis að ekki verður lengur gert ráð fyrir athafnasvæði meðfram ströndinni vestan við skilgreindan göngustíg í aðalskipulagi. Umrætt svæði er innan lóðar Stofnfisks en ekki gert ráð fyrir að fyrirtækið verði með starfsemi sína vestan göngustígsins og því verður svæðið skilgreint sem óbyggt svæði. Stærð þess svæðis sem breytist úr athafnasvæði í óbyggt svæði er um 2,0 ha.

Samhliða breyttri landnotkun er mörkun hverfisverndarsvæðis H-1 einnig breytt við Vogavík. Hverfisvernd (H-1) er aflétt af því 4,0 ha svæði sem verður skilgreint sem athafnasvæði innan lóðar Stofnfisks, norðan aðkomuvegar, en hverfisvernd (H-1) verður skilgreind á því 2,0 ha svæði meðfram ströndinni sem breytist úr athafnasvæði í óbyggð svæði. Þá er legu göngustígs, sem gert er ráð fyrir á núverandi mörkum athafnasvæðis A-3 og hverfisverndarsvæðis H-1 breytt og mun stígurinn eftir breytingu liggja norðan stækkaðs athafnasvæðis. Áfram er gert ráð fyrir göngustíg meðfram ströndinni.

Með tillögu að breytingu á aðalskipulagi er birt bréf Skipulagsstofnunar vegna athugasemdar Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja varðandi vatnsból sveitarfélagsins.

Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með mánudeginum 26. janúar 2015 til og með mánudagsins 9. mars 2015 og hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á vef Sveitarfélagsins Voga, http://vogar.is/frettir/1980/default.aspx

 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Voum, eigi síðar en mánudaginn 9. mars 2015.

 

Vogum, 26. janúar 2015.

F. h. bæjarstjórnar,

Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri.

 

 

 

-----------------

 

Slóðin á málið á heimasíðu Voga er: http://www.vogar.is/frettir/1980/default.aspx