Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018
Breytt landnotkun á Patreksfirði og Bíldudal.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum 27. nóvember 2014 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin er í tveimur liðum. Í fyrsta lagi er lagt til að hluti opins svæðis til sérstakra nota, Ú9, á Bíldudal verði breytt í íbúðarsvæði og í öðru lagi að verslunar- og þjónustusvæði, V4 á Patreksfirði verði stækkað til suðausturs úr 0,13 ha í 0,34 ha.
Kynning á breytingunni fór fram 22. desember 2014 á opnu húsi á skrifstofu tæknideildar Vesturbyggðar.
Breyting á aðalskipulagi verður til sýnis á skrifstofu tæknideildar Vesturbyggðar að Aðalstræti 75 frá og með mánudeginum 26. janúar 2015 til 9. mars 2015 og breyting á aðalskipulagi einnig hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík. Tillögurnar er einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar, http://www.vesturbyggd.is/stjornsysla/skipulog/skra/1377/
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til 9. mars 2015.
Skila skal athugasemdum á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði.
Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar.