Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps, efnistökusvæði sunnan Högnhöfða í jaðri Úthlíðarhrauns
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur auglýst tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar sem gert er ráð fyrir nýju efnistökusvæði í sameignarlandi Úthlíðar, Stekkholts og Hrauntúns sunnan Högnhöfða í jaðri Úthlíðarhrauns. Svæðið hefur þegar verið raskað að hluta í tengslum við efnistöku til eigin nota innan jarðarinnar en nú er gert ráð fyrir að heimilt verði að taka allt 30 þúsund rúmmetra efnis. Gerð er breyting á hálendisuppdrætti aðalskipulagsins og greinargerð.
Skipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu skipulagsfulltrúa uppsveita, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Athugasemdir og ábendingar við tillöguna þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 20. febrúar 2015.
Hægt er að nálgast tillöguna hér.
http://sbf.endor.is/wp-content/uploads/2015/01/5.pdf