Mál í kynningu


27.2.2015

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps, landnotkunarbreytingar fyrir ferðaþjónustu, Geiteyjarströnd 1

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur auglýst tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar sem gert er ráð fyrir að stækka landnotkunarreit 352-O/V úr 1,6 ha í 4,2 ha. Þar er stefnt að alls 15 nýjum byggingum,  allt að 1.500 m2  samtals, fyrir ferðaþjónustu, gistiskála og íbúðarhús.

Skipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps Hlíðavegi 6, 660 Mývatni og hjá Skipulagsstofnun. Athugasemdir við tillöguna þurfa að berast Skútustaðahreppi skriflega og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@thingeyjarsveit.is fyrir lok föstudagsins 27. mars 2015.

Hægt er að nálgast tillöguna hér:

http://myv.is/files/Breytingarblad-Geiteyjarströnd%201,%2012feb15_2084195430.pdf