Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar, svæði fyrir þjónustustofnanir, Kárhóll
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur auglýst tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar sem landbúnaðarsvæði er breytt í 15,2 ha svæði fyrir þjónustustofnanir fyrir rannsóknarstöð með gestastofu 700-800 m2 að stærð.
Skipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Athugasemdir við tillöguna þurfa að berast Þingeyjarsveit skriflega og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@thingeyjarsveit.is fyrir lok föstudagsins 24. apríl 2015.
Hægt er að nálgast tillöguna hér: http://thingeyjarsveit.is/Files/Skra_0070541.pdf
Samhliða er auglýst tillaga að deiliskipulagi svæðis fyrir þjónustustofnanir í landi Kárhóls og er hún til sýnis á skrifstofu Þingeyjarsveitar og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Nálgast má uppdrátt og greinargerð deiliskipulagstillögunnar hér: http://thingeyjarsveit.is/Files/Skra_0070540.pdf og http://thingeyjarsveit.is/Files/Skra_0070539.pdf