Mál í kynningu


17.3.2015

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar, athafnasvæði A9 sunnan Þjóðvegar 1

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur auglýst tillögu að aðalskipulagsbreytingu á svæði sunnan Þjóðvegar 1 (Hringvegar) og austan Þorlákshafnarvegar. Landnotkun á reit „A9” breytist úr blandaðri landnotkun landbúnaðar- og athafnasvæðis í athafnasvæði einvörðungu. Reiturinn minnkar úr 7,5ha í 4,7ha m.a. vegna helgunarsvæðis háspennulínu Landsnets BÚ2.

Samhliða er auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir reitinn A9 og hluta af iðnaðarsvæði I1.

Skipulagstillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofum Hveragerðisbæjar að Sunnumörk 2, frá og með þriðjudeginum 17. mars til þriðjudagsins 28. apríl 2015 og eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Hveragerðisbæjar, www.hveragerdi.is. Breytingartillaga aðalskipulagsins liggur einnig frammi hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík. Athugasemdir við tillögurnar þurfa að berast Hveragerðisbæ skriflega fyrir lok miðvikudagsins 29. apríl 2015.