Mál í kynningu


26.3.2015

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar, ísgöng í Langjökli og skálasvæði í Geitlandi

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur auglýst tillögu að aðalskipulagsbreytingu ásamt umhverfisskýrslu vegna ísganga í Langjökli, þ.e. nýtt afþreyingar- og ferðamannasvæði og breytinga á skálasvæði í Geitlandi. Samhliða er auglýst tillaga að deiliskipulagi svæðanna ásamt umhverfisskýrslu.

Skipulagstillögurnar ásamt umhverfisskýrslum liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar á Borgarbraut 14 í Borgarnesi, frá og með 16. mars til og með 27. apríl 2015. Ennfremur er hægt að skoða skipulagstillögurnar á heimasíðu Borgarbyggðar, http://borgarbyggd.is/ Breytingartillaga aðalskipulagsins liggur einnig frammi hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og þurfa að berast skipulags- og byggingarfulltrúa Borgarbyggðar eigi síðar en 27. apríl 2015  með pósti eða á netfangið: mailto:lulu@borgarbyggd.is

Vakin er athygli á að tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015 vegna ísganganna og skálasvæðisins er til kynningar hjá Skipulagsstofnun frá 2. mars til 13. apríl  2015, sbr. www.skipulagsstofnun.is og http://borgarbyggd.is/