Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps, stækkun iðnaðarsvæðis P1 norðan Flúða fyrir meðhöndlun úrgangs
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps hefur auglýst tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar sem iðnaðarsvæði P1 norðan Flúða er stækkað úr 0,7 ha í 3 ha. Jafnframt er ákvæðum fyrir svæðið breytt og gert ráð fyrir söfnun, flokkun og meðhöndlun lífræns sorps, úrgangs (seyru) og brotajárns.
Skipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, 840 Laugarvatni og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Athugasemdir við tillöguna þurfa að berast skriflega til skipulagsfulltrúa fyrir lok föstudagsins 22. maí 2015. Netfang skipulagsfulltrúa er petur@sudurland.is
Hægt er að nálgast tillöguna hér: http://www.sbf.is/wp-content/uploads/2015/04/mál-nr3_iðnaðarsvæði__askbr_Flúðir.pdf
Samhliða er auglýst tillaga að deiliskipulagi svæðis og er hún til sýnis á skrifstofu skipulagsfulltrúa og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Nálgast má uppdrátt og greinargerð deiliskipulagstillögunnar hér: http://www.sbf.is/wp-content/uploads/2015/04/mál-nr7_iðnaðarsvæði__dsk_Flúðir.pdf