Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar, stækkun svæðis fyrir frístundabyggð við Búðargil
Bæjarstjórn Akureyrar hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi þar sem svæði fyrir frístundabyggð í Búðargili er stækkað til suðurs.
Skipulagstillagan liggur frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9 og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Athugasemdir við tillöguna þurfa að berast skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarbæjar eða með tölvupósti á netfangið skipulagsdeild@akureyri.is fyrir kl. 16 þann 10. júní 2015. Taka þarf fram nafn, kennitölu og heimilisfang sendanda.
Hægt er að nálgast tillöguna hér: http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Adalskipulagid/Budargil/asak_budargil.pdf
Samhliða er auglýst tillaga að deiliskipulagi frístundasvæðisins og er hún til sýnis í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Nálgast má uppdrátt deiliskipulagstillögunnar hér: http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Budargil_2015/budargil.pdf