Mál í kynningu


18.5.2015

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps vegna efnistöku í landi Syðri- og Efri-Reykja og breytinga á Reykjavegi

Sveitarstjórn Bláskógarbyggðar hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir allt að 49.900 m3 efnistöku í Norðurtúni í landi Syðri-Reykja og allt að 149.900 m3 efnistöku á Birgistanga í landi Efri-Reykja. Auk þess er gert ráð fyrir breytingum á legu Reykjavegar, nýrri brú yfir Fullsæl og að flokkun vegarins breytist úr tengivegi í stofnveg.

Skipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu skipulagsfulltrúa Dalbraut 12, Laugarvatni og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Athugasemdir þurfa að berast skipulagsfulltrúa skriflega fyrir kl. 16 þann 25. júní 2015, eða vera með póststimpil frá þeim degi. Netfang skipulagsfulltrúa er petur@sudurland.is.


Hægt er að nálgast tillöguna hér
http://www.sbf.is/wp-content/uploads/2015/05/3_maí.pdf