Mál í kynningu


19.5.2015

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar, breytt landnotkun á Leirutanga

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem felst í að þar sem áður var skilgreint athafnasvæði og íbúðasvæði á Leirutanga er gert ráð fyrir opnu svæði til sérstakra nota fyrir tjaldsvæði, óbyggðu svæði fyrir griðland fugla og verslunar- og þjónustusvæði fyrir bensínstöð.

Skipulagstillagan liggur frammi á bæjarskrifstofu Gránugötu 24, Siglufirði og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Athugasemdir við tillöguna þurfa að berast skriflega til tæknifulltrúa ráðhúsi Fjallabyggðar eða með tölvupósti á netfangið iris@fjallabyggd.is í síðasta lagi 26. júní 2015.  

Hægt er að nálgast tillöguna hér: http://www.fjallabyggd.is/static/files/Skipulag/150508_asfjalla_leirutangi_tillaga.pdfSamhliða er auglýst tillaga að deiliskipulagi Leirutanga og er hún til sýnis á bæjarskrifstofunni og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Nálgast má deiliskipulagstillöguna hér: http://www.fjallabyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/auglysing-um-skipulag-i-fjallabyggd