Mál í kynningu


24.7.2015

Breyting á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030, verslunar- og þjónustusvæði, iðnaðarsvæði og fráveita í Óslandi

Athugasemdir þurfa að berast eigi síðar en 2. september  2015

Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi innan þéttbýlis á Höfn. Annars vegar er um að ræða nýtt verslunar- og þjónustusvæði VÞ34 við nýjan Óslandsveg og hins vegar fráveitu og nýtt iðnaðarsvæði I6 fyrir skólphreinsistöð í Óslandi.

Samhliða er auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi við Höfnina – Ósland á Höfn.

Tillagan er til sýnis í ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, Höfn, á heimasíðu sveitarfélagsins wwww/hornafjordur.is/stjórnsýsla – skipulag í kynningu og hjá Skipulagsstofnun, frá 21. júlí til 2. september 2015.

Athugasemdir þurfa að berast skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn, eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is, eigi síðar en 2. september  2015.