Mál í kynningu


24.8.2015

Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024, endurskoðun

Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur auglýst tillögu að Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024.

Tillagan er til sýnis á skrifstofu Hörgársveitar í Þelamerkurskóla, á heimasíðu sveitarfélagsins www.horgarsveit.is og hjá Skipulagsstofnun, frá 24. ágúst til 8. október 2015.

Athugasemdir þurfa að berast skriflega á skrifstofu Hörgársveitar í Þelamerkurskóla eigi síðar en 8. október  2015.