Mál í kynningu


12.4.2010

Auglýsing um skipulag - Austur - Húnavatnssýsla

Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi Austur - Húnavatnssýslu 2004-2016 og deiliskipulag fyrir þéttbýli á Húnavöllum í Húnavatnshreppi

Samvinnunefnd um svæðisskipulag Austur - Húnavatnssýslu samþykkti á fundi sínum 10. mars 2010 að auglýsa skv. 1. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum eftirfarandi tillögur að breytingu á svæðisskipulaginu:

1. Breyting á afmörkun á iðnaðar- og athafnasvæðis og færsla á Svínvetningabraut í landi Hnjúka í Blönduósbæ.
2. Tillaga um þéttbýli á Húnavöllum í Húnavatnshreppi.
3. Leiðrétting á legu háspennulínu frá Geithömrum að Hurðarbaki í Húnavatnshreppi.

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti á fundi sínum 14. október 2009 að auglýsa skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga tillögu að deiliskipulagi fyrir þéttbýli á Húnavöllum. Innan deiliskipulagssvæðisins er gert ráð fyrir:
1. Íbúðarlóðum fyrir einbýlishús, parhús og smábýli.
2. Lóðum fyrir atvinnustarfsemi, verslun og þjónustu.
3. Útivistarsvæðum.
Þéttbýlið er í samræmi við aðalskipulagstillögu sem verður auglýst í lok aprílmánaðar 2010.

Breytingartillagan, deiliskipulagstillaga, greinargerðir og umhverfisskýrsla verður til sýnis á eftirfarandi stöðum: Skrifstofu Húnavatnshrepps, Húnavöllum, Blönduósi, skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, skrifstofu sveitarfélagsins Skagastrandar, Túnbraut 1-3, Skagaströnd, skrifstofu Skagabyggðar, Örlygsstöðum 2, Skagaströnd og á Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá 31. mars 2010 til 28. apríl 2010.

Tillagan er einnig til sýnis á eftirfarandi heimasíðum: www.hunavatnshreppur.is, www.blonduos.is og www.skagastrond.is
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum fyrir fimmtudaginn 13. maí 2010. Skila skal athugasemdum á þeim stöðum sem gögnin eru til sýnis og eru nefndir hér að ofan og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

Samvinnunefnd um svæðisskipulag Austur Húnavatnssýslu
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps