Mál í kynningu


18.3.2010

Auglýsing um skipulag - Akureyrarkaupstaður

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Breytingar á gatnakerfi


Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, breytingar á gatnakerfi samþykkta í bæjarstjórn 16. febrúar 2010.
Á aðalskipulagsuppdrætti er gerð grein fyrir aðalgatnakerfi bæjarins sem eru stofn- og tengibrautir. Með breytingunni er gerð nánari grein fyrir helstu tengingum innra gatnakerfis Akureyrar við þær og þeim vegum utan þéttbýlis sem ekki eru stofn- og tengibrautir. Tengingar við aðalgatnakerfið, sem liggja yfir óbyggð svæði, eru sýndar á skipulagsuppdrætti en aðrar tengingar og innra gatnakerfi eru skilgreind í deiliskipulagi.

Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 17. mars 2010 til 28. apríl 2010 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.
Samhliða þessari auglýsingu er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Brálundar skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 en þann 18. nóvember 2009 var hluti samþykkts deiliskipulags felldur úr gildi með úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.

Athugasemdafrestur er frá 17. mars 2010 til 28. apríl 2010. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 28. apríl 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

17. mars 2010.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar