Mál í kynningu


1.3.2010

Auglýsing um skipulag - Keflavíkurflugvöllur - Breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2005-2025


Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar og Varnarmálastofnun Íslands auglýsa hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2005 - 2025 skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofum Keflavíkurflugvallar ohf., Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá og með 1. mars 2010 til og með 29. mars 2010.
Tillöguna má einnig skoða á vefsíðu Keflavíkurflugvallar ohf., www.kefairport.is

Breytingin felst einkum í því að skipulagssvæði Keflavíkurflugvallar minnkar, sem nemur svæði C í lögum nr. 176/2006 um ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli og auglýsingu nr. 38/2007 um að hluti varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli skuli tekinn í borgaraleg not, að því marki sem það er innan sveitarfélagamarka Reykjanesbæjar. Einnig er sýnd lega háspennustrengs, sem heimilt verður að leggja meðfram Reykjanesbraut á norðausturjaðri svæðisins.

Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til og með 12. apríl 2010. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Keflavíkurflugvallar ohf., Flugstöð Leifs Eiríkssonar.  Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests telst samþykkur henni.


Keflavíkurflugvelli, 24. febrúar 2010
Guðmundur Björnsson
formaður skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar
Ellisif Tinna Víðisdóttir
forstjóri Varnarmálastofnunar Íslands.