Mál í kynningu


28.1.2010

Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat verndaráætlunar fyrir þjóðgarðinn Snæfellsjökul

Skipulagstofnun hefur tekið ákvörðun um að verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn Snæfellsjökul 2010-2020 skuli ekki háð ákvæðum laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík og er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar, www.skipulag.is. Heimilt er að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 29. febrúar 2010.

Sjá nánar ákvörðun Skipulagsstofnunar