Mál í kynningu


8.1.2010

Kynning á frummatsskýrslu: Urðunarstaður við Sölvabakka, Blönduósbæ

Mánudaginn 11. janúar 2010 kl 17:00 verður haldinn almennur kynningarfundur að Hótel Blönduósi um nýjan urðunarstað að Sölvabakka.

Um er að ræða kynningu á umhverfismati framkvæmda, uppbyggingu og rekstur urðunarstaðarins. Einnig verður kynnt efni frá Skipulagsstofnun um ferli umhverfismats. Til fundarins boða Norðurá bs. og Blönduósbær. Á fundinum verður haldin tvö erindi: Staða sorpeyðingarmála - Ágúst Þór Bragason, yfirmaður tæknideildar Blönduósbæjar. Uppbygging og rekstur urðunarstaðarins að Sölvabakka, niðurstöður umhverfismats - Gunnar Svavarsson, verkfræðingur, Eflu verkfræðistofu.