Mál í kynningu


4.6.2010

Auglýsing um skipulag - Hörgárbyggð

  • horgarbyggd

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006 - 2026, skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Tillagan er þríþætt:

a.Í tillögunni er gert ráð fyrir breyttri legu á fyrirhugaðri Blöndulínu 3 um Kræklingahlíð og Moldhaugaháls frá því sem gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi. Skv. tillögunni færist lína ofar í hlíðina og fjær byggðinni. Frá Moldhaugahálsi að Miðlandi í Öxnadal er gert ráð fyrir minniháttar tilfærslu á nokkrum stöðum á línunni miðað við gildandi aðalskipulag.
b. Í tillögunni er gert ráð fyrir breyttri legu á um 3,8 km kafla á fyrirhuguðum Hörgárdalsvegi (vegi nr. 815) frá því sem gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi. Lagt er til að vegurinn liggi austan bæjarhúsa í Brakanda.
c. Verslunarsvæði við Lónsá er stækkað lítillega frá því sem gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi.

Breytingatillagan verður til sýnis á skrifstofu Hörgárbyggðar, Þelamerkurskóla, og í Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá 4. júní 2010 til 2. júlí 2010. Þeir sem vilja gera athugasemd við tillöguna skulu gera það með skriflegum hætti í síðasta lagi fyrir kl. 15:00 föstudaginn 16. júlí 2010. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Hörgárbyggðar. Hægt er að skoða tillöguna á vefsíðunni www.horgarbyggd.is. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan tilskilins frests telst samþykkur henni.

1. júní 2010.
Sveitarstjórinn í Hörgárbyggð.