Mál í kynningu


7.10.2010

Auglýsing um skipulag - Bolungarvíkurkaupstaður

Bæjarstjórn Bolungarvíkur auglýsir hér með tillögu að aðalskipulagi Bolungarvíkur skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Aðalskipulagið ásamt umhverfisskýrslu tekur til alls lands sveitarfélagsins.
Aðalskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu verður til sýnis á bæjarskrifstofum í Ráðhúsinu í Bolungarvík, Skipulagsstofnun, á heimasíðu Bolungarvíkur, www.bolungarvik.is og á heimasíðu Skipulagsstofnunar, www.skipulag.is, frá og með 7. október 2010 til og með 4. nóvember 2010. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við aðalskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 18. nóvember 2010. Skriflegum athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofur Bolungarvíkur, Ráðhúsinu Aðalstræti 10-12, Bolungarvík.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

 

Bolungarvík, 29. september 2010
Jóhann Birkir Helgason
sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.