Mál í kynningu


14.10.2010

Auglýsing um skipulag - uppsveitir Árnessýslu og Flóahrepps

Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga eru hér kynntar breytingar á aðalskipulagi í Bláskógabyggð:

1. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Syðri-Reykja.
Í breytingunni felst að um 90 ha svæði fyrir frístundabyggð suðvestan við bæjartorfu Syðri-Reykja fellur út. Svæðið verður að mestu skilgreint sem landbúnaðarsvæði en að auki er gert ráð fyrir um 4 ha iðnaðarsvæði á suðausturhluta spildunnar sem fyrirhugað er nýta fyrir meðhöndlun á seyru.
Áður en tillagan verður tekin til formlegrar afgreiðslu í sveitarstjórn verður hún til kynningar í samræmi við 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga á skrifstofu Bláskógabyggðar og á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Dalbraut 12, Laugarvatni, frá fimmtudeginum 14. október til föstudagsins 22. október 2010. Að auki er hægt að nálgast tillöguna á vefslóðinni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar

 

Samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

2. Tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 í landi Syðri-Brúar.
Í breytingunni felst að um 2 ha svæði syðst á jörðinni, vestan þjóðvegar, breytist úr svæði fyrir frístundabyggð í landbúnaðarsvæði þar sem fyrirhugað er að stofna lítið lögbýli. Á umræddu svæði er í gildi deiliskipulag fyrir tvær frístundahúsalóðir og verður því breytt í kjölfar aðalskipulagsbreytingarinnar.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins á Borg og hjá skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóhrepps, Dalbraut 12, Laugarvatni frá 14. október til 5. nóvember 2010. Að auki er hægt að nálgast tillöguna á vefslóðinni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/. Athugasemdir við skipulagstillöguna skulu berast til skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 5. nóvember 2010 og skulu þær vera skriflegar. Hvers sá sem ekki gerir athugasemdir fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.

 

Samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:

3. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Þingvallasveitar 2003-2015 í landi Heiðarbæjar.
Um er að ræða lagfæringu á uppdrætti á þann hátt að frístundahúsalóðir sem þegar eru til staðar á jörðinni eru skilgreindar sem svæði fyrir frístundabyggð í stað landbúnaðarsvæðis. Ekki er um fjölgun lóða að ræða.

 

Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:

4. Deiliskipulag tveggja frístundahúsalóða í landi Nesja í Grímsnes- og Grafningshreppi. Setberg.
Tillaga að deiliskipulagi tveggja frístundahúsalóðaí landi Nesja, svæði sem kallast Setberg. Lóðirnar eru 4,1 og 5,1 ha að stærð og eru ofan við Grafningsveg. Á lóðunum verður heimilt að reisa frístundahús á bilinu 50-300 fm auk þess sem aukahús má vera allt að 40 fm.

 

5. Deiliskipulag frístundahúsalóða við Hvítárbraut í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tillaga að deiliskipulagi 10 frístundahúslóða við Hvítárbraut í landi Vaðness. Á umræddu svæði eru í dag 8 lóðir en ekkert deiliskipulag í gildi. Samkvæmt tillögunni stækkar lóð nr. 15 úr 3.000 fm í 6.000 fm og í staðinn minnkar lóð nr. 17 úr 10.600 í 7.600 fm. Þá er gert ráð fyrir að lóð nr. 19 sem í dag er rúmir 3 ha verði skipt í þrjár lóðir. Á hverri lóð má reisa allt að 250 fm frístundahús og allt að 40 fm aukahús, þó þannig að nýtingarhlutfall fari ekki upp fyrir 0,03.

 

6. Deiliskipulag frístundar- og skógræktarsvæðis úr landi Grafar við Flúðir í Hrunamannahreppi.
Tillaga að deiliskipulagi 5,6 ha spildu úr landi Grafar (landr. 212305) við Flúðir, svæði sem liggur á milli frístundabyggðarinnar Álftabyggð og Bræðratunguvegar. Á spildunni er gert ráð fyrir 6 frístundahúsalóðum ásamt svæði fyrir skógrækt.

 

7. Deiliskipulag Garðyrkjubýlisins Götu í Hrunamannahreppi.
Tillaga að deiliskipulagi garðyrkjubýlisins Götu, landnr. 166750. Skipulagssvæðið er 4,7 ha en jörðin er 95 ha í heild. Gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum, nr. 1. fyrir allt að 3.000 fm viðbyggingu við núverandi gróðurhús og nr. 2 fyrir allt að 120 fm starfsmannahús. Þá er gert ráð fyrir að borað verði eftir heitu vatni norður af gróðurhúsi.

 

8. Deiliskipulag bæjartorfu Birtingaholts 2, 4 og 5 í Hrunamannahreppi.
Tillaga að deiliskipulagi bæjartorfu Birtingaholts 2, 4 og 5. Í deiliskipulaginu felst að gert er ráð fyrir lóð fyrir vélageymslu og kornvinnslu, lóð fyrir sumarhús/starfsmannahús, lóð fyrir íbúðarhús og byggingarreit fyrir bílskúr.

 

9. Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Högnastaða í Hrunamannahreppi.
Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Högnastaða, landnr. 166779. Um er að ræða 24,6 ha svæði meðfram Bræðratunguvegi að sunnanverðu þar sem gert er ráð fyrir 22 frístundahúsalóðum. Hámarksstærð frístundahúsa er 210 fm, nýtingarhlutfall lóða má þó ekki vera hærra en 0,03.

 

10. Deiliskipulag fyrir hálendismiðstöðina Kerlingafjöll í Hrunamannahreppi ásamt umhverfisskýrslu.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir landið Ásgarð í Kerlingafjöllum sem skv. svæðisskipulagi miðhálendisins er skilgreint sem hálendismiðstöð, ásamt umhverfisskýrslu. Innan svæðisins eru í dag fjölmargar byggingar sem áður tengdust nýtingu svæðisins sem skíðasvæðis. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir þremur nýjum gisti- og þjónustuhúsum auk þess sem gert er ráð fyrir að heimilt verði að stækka nokkur af þeim húsum sem þegar eru á svæðinu. Þá er einnig gert ráð fyrir ýmsum framkvæmdum til að bæta aðstöðu á svæðinu.

 

11. Deiliskipulag lóðar fyrir fjarskiptamastur í landi Úteyjar 2 í Bláskógabyggð.
Tillaga að deiliskipulagi lóðar fyrir allt að 24 m fjarskiptamastur í landi Úteyjar II, á svæði sunnan þjóðvegar nr. 364 á móts við aðkomuvegi að frístundabyggð úr landi Úteyjar I.

 

12. Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Heiðarbæjar í Bláskógabyggð.
Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Heiðarbæjar við Þingvallavatn. Innan skipulagssvæðisins eru þegar 88 byggðar frístundahúsalóðir og með deiliskipulagi er verið að afmarka lóðirnar með nákvæmari hætti en áður auk þess að setja ákveðna byggingarskilmála. Samkvæmt tillögunni verður heimilt að reisa allt að 250 fm frístundahús á hverri lóð auk allt að 30 fm aukahúss. Nýtingarhlutfall lóða má þó ekki fara upp fyrir 0,03.

Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar:

 

13. Breyting á deiliskipulagi Sólheima í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ný íbúðarhúsalóð.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sólheima sem felst í að gert er ráð fyrir nýrri íbúðarhúsalóð, Hrísbrú 1, sem verður fyrsta lóðin vestan megin við götuna. Lóðin er 1.750 og er heimilt að reisa þar tveggja hæða íbúðarhús auk allt að 30 fm bílskýlis og 30 fm gróðurhús.

 

14. Breyting á skilmálum frístundabyggðar í landi Norðukots í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tillaga að breytingu á skilmálum í landi Norðurkots sem felur í sér að byggingarmagn lóða miðist við nýtingarhlutfallið 0,03. Á hverri lóð er gert ráð fyrir einu frístundahúsi auk þess sem heimilt verður að reisa aukahús sem mega að hámarki vera 40 fm. Á hverri lóð mega eingöngu vera tvö íveruhús. Í gildindi skilmálum er heimilt að reisa allt að 200 fm aukahús og eitt allt að 25 fm aukahús.

 

15. Breyting á skilmálum frístundabyggðar í landi Ásgarðs í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tillaga að breytingu á skilmálum í landi Ásgarðs á svæði sem afmarkast af Búrfellslæk, Sogi, Álftavatni og landamörkum við Miðengi. Tillaganfelur í sér að byggingarmagn lóða miðist við nýtingarhlutfallið 0,03. Á hverri lóð er gert ráð fyrir einu frístundahúsi auk þess sem heimilt verður að reisa aukahús sem mega að hámarki vera 40 fm. Á hverri lóð mega eingöngu vera tvö íveruhús. Í gildindi skilmálum er heimilt að reisa allt 120 fm frístundahús.

 

16. Breyting á deiliskipulagi 16 ha svæðis sem kallast Hesthagi úr landi Þórisstaða í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Í gildandi deiliskipulagi, sem nær til 16 ha lands, er gert ráð fyrir þremur frístundahúsalóðum auk opins svæðis en skv. breytingartillögu er gert ráða fyrir að svæðið verði skilgreint sem landbúnaðarsvæði með byggingarreit fyrir íbúðarhús, hesthús og skemmu. Eitt hús hefur þegar verið reist innan svæðisins.

 

17. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar við Baulurima úr landi Klausturhóla í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Í breytingunni felst að sameinaðar eru nokkrar lóðir innst í Baulurima, úr landi Klausturhóla, þannig að þær verða 4 í stað 13, á bilinu 2-5 ha. Þá er gert ráð fyrir að skilmálar breytist þannig að heimilt verður að reisa allt að 300 fm frístundahús á hverri lóð í stað 100 fm, auk þess sem heimilt verður að reisa allt að 40 fm aukahús í stað 25 fm. Nýtingarhlutfall lóðar má þó ekki fara upp fyrir 0,03.

 

18. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðanna Farborgir og Miðborgir úr landi Miðengis í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tillaga að breytingu á skilmálum tveggja frístundabyggða úr landi Miðengis sem kallast Farborgir og Miðborgir. Samkvæmt gildandi skilmálum skal þakhalli frístundahúsa vera á bilinu 15-45 gráður, en breytingartillagan gerir ráð fyrir að hús megi vera með þakhalla á bilinu 0-45 gráður.

 

19. Breyting á deiliskipulagi orlofssvæðis VR í Miðhúsaskógi í Bláskógabyggð.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi orlofssvæðis VR í Miðhúsaskógi. Í breytingunni felst að 3 byggingarreitir fyrir orlofshús eru felldir út auk þess sem gert er ráð fyrir tjaldssvæði á svæði sem áður var skilgreint sem svæði fyrir mögulega framtíðarbyggð.

 

20. Endurskoðun deiliskipulags frístundabyggðar í landi Tortu í Bláskógabyggð.
Innan skipulagssvæðisins eru 18 um eins hektara lóðir. Allar lóðirnar hafa verið stofnaðar í fasteignaskrá, en eingöngu eitt hús verið byggt á svæðinu. Helsta breyting frá gildandi deiliskipulagi er að byggingarreitir stækka auk þess sem skilmálar leyfa stærri hús en áður.

 

21. Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í landi Sunnuhlíðar á Flúðum. 2. áfangi íbúðarbyggðar.
Skipulagssvæðið er um 39 ha að stærð og afmarkast af Hvítárholtsvegi og Bræðratunguvegi að norðanverðu, frístundabyggð úr landi Efra-Sels að vestan, Stóru-Laxá að sunnan og tjaldssvæði sveitarfélagsins að austan. Um er að ræða 2. áfanga íbúðarsvæðisins en samkvæmt gildandi deiliskipulagi eru 12 stórar einbýlishúsalóðir syðst á svæðinu. Breytingin felur í sér að við bætast 53 einbýlishúsalóðir og samtals 60 íbúðir í parhúsum á svæði norðan við núverandi lóðir. Í heild er því gert ráð fyrir allt að 125 íbúðum á svæðinu í heild.

 

22. Breyting á deiliskipulagi tjald- og þjónustusvæðis á Flúðum í Hrunamannahreppi ásamt umhverfisskýrslu.
Breytingin er gerð til samræmis við samþykkta breytingu á aðalskipulagi vegna færslu á Bræðratunguvegi. Í henni felst að þjóðvegurinn sem nú liggur við efri-mörk skipulagssvæðisins færist til suðurs inn á núverandi tjald- og þjónustusvæði þannig að þjónustusvæði verður norðan vegar og tjaldsvæði sunnan. Þá breytist einnig lega aðkomuvega og stíga á svæðinu.

 

23. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Vaðholt í landi Ormsstaða í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Í breytingartillögunni felst að á hverri lóð verður heimilt að reisa aukhús sem geta verið allt að 40 fm að stærð til viðbótar við aðalhús. Á hverri lóð mega þó eingöngu vera tvö íveruhús og hámarksnýtingarhlutfall lóða verður áfram 0,03. Samkvæmt gildandi skilmálum má eingöngu reisa eitt 25 fm frístundahús.

 

Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni, á skrifstofutíma frá 14. október til 26. nóvember 2010. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á vefslóðinni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/. Athugasemdum við skipulagstillögurnar skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 26. nóvember 2010 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni.

Pétur Ingi Haraldsson
skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.