Mál í kynningu


8.3.2011

Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar, Höskuldsstaðir

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 1. mars 2011, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér að afmörkun íbúðarsvæðis ÍS15 að Höskuldsstöðum er breytt og minnkar lítillega auk þess sem íbúðum fækkar úr 25 í 24.
Skipulagið, sem er sett fram á uppdrætti er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Tillagan liggur einnig frammi á Skipulagsstofnun og á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.eyjafjardarsveit.is.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 18. apríl 2011. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

 


Eyjafjarðarsveit, 7. mars 2011
Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar