Mál í kynningu


4.7.2011

Auglýsing um tillögu að Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030.
Aðalskipulagsuppdrættir; sveitarfélags- og þéttbýlisuppdráttur, greinargerð með umhverfisskýrsla, skýrsla vegna fornleifaskráningar og vegna hættumats á Drangsnesi liggja frammi á skrifstofu Kaldrananeshrepps frá 30. júní 2011 til 12. ágúst 2011.Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðunni www.drangsnes.is og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík.

Athugasemdum skal skila skriflega til oddvita, merkt aðalskipulag, fyrir 12. ágúst 2011.Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.


30. júní 2011.
Oddviti Kaldrananeshrepps,
Jenný Jensdóttir.