Mál í kynningu


12.7.2011

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018, Vestfjarðavegur

 
Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 9. júní 2011 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018. Samkvæmt 31. gr.skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps.
Skipulagsuppdrættir, greinargerð og umhverfisskýrsla liggja frammi á skrifstofu Reykhólahrepps og hjá Skipulagsstofnun Laugavegi 166, Reykjavík frá 11. júlí til 29. ágúst 2011.
Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins
www.reykholar.is. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu
Reykhólahrepps að Maríutröð 5a eða á netfangið
skrifstofa@reykholar.is merkt “aðalskipulag” Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir
tillögunni.

Reykhólar, 7. júlí 2011.
Sveitarstjóri Reykhólahrepps.