Mál í kynningu


14.7.2011

Allt að 150 MW Búlandsvirkjun í Skaftártungu, Skaftárhreppi.

Tillaga að matsáætlun í kynningu.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 29. júlí 2011.

Suðurorka ehf. hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna allt að 150 MW Búlandsvirkjunar í Skaftártungu, Skaftárhreppi.  Tillaga að matsáætlun liggur frammi til kynningar frá 14. júlí til 29. júlí 2011 hjá Skipulagsstofnun og á Netinu.  Allir hafa rétt á að kynna sér tillöguna og leggja fram athugasemdir.  Athugasemdirnar skulu vera skriflegar og berast Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.  Unnt er að nálgast tillöguna hér.