17.8.2011

Auglýsing um tillögu að Aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2022

 

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkti á fundi sínum 20. júní 2011 að auglýsa tillögu að aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2022 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nýtt aðalskipulag er hið fyrsta sem gert er fyrir allt sveitarfélagið og kemur í stað aðalskipulags Grenivíkur 1987-2007.

Skipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla (hluti greinargerðar) verða til sýnis á skrifstofu Grýtubakkahrepps, Gamla skólanum Grenivík, á Skipulagsstofnun, Laugavegi 166 Reykjavík og á vefsíðu sveitarfélagsins, www.grenivik.is, frá 17. ágúst til 28. september 2011. Þeir sem áhuga hafa og þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til þess að kynna sér tillöguna og gera athugasemdir við hana ef tilefni er til.

Athugasemdum skal skilað skriflega á skrifstofu Grýtubakkahrepps eigi síðar en 28. september 2011. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni.

Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps