Mál í kynningu


28.10.2011

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Snæfellsbæjar 1995-2015, Rjúkandavirkjun í Ólafsvík

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 1. septemberr 2011 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Snæfellsbæjar 1995-2015 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er gerð vegna fyrirhugaðrar endurnýjunar og stækkunar Rjúkandavirkjunar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Tillaga að deiliskipulagi Rjúkandavirkjunar, Ólafsvík, Snæfellsbæ.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 1. september 2011 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi samhliða auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi, skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í tillögunni felst fyrirhuguð endurnýjun og stækkun Rjúkandavirkjunar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Tillögurnar ásamt greinargerðum og umhverfisskýrslum verða til sýnis á bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, virka daga frá kl. 9:00-12:00 og 13:00 - 15:30 frá og með 27. október til 8. desember 2011. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu Snæfellsbæjar, www.snb.is . Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til 8. desember 2011. Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skriflegar og berast bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir innan tilskilins frests, telst samþykkja tillöguna.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Snæfellsbæjar