Mál í kynningu


5.7.2012

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar innan þéttbýlisins á Laugarvatni í Bláskógabyggð og athafnasvæði vegna vindrafstöðva í Skeiða-og Gnúpverjahreppi

 

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU

Bláskógabyggð og Skeiða-og Gnúpverjahreppur

 Áður en tillaga að breytingu á aðalskipulagi er tekin til formlegrar afgreiðslu í sveitarstjórn skal tillagan og forsendur hennar kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt eftirfarandi tillaga  að breytingu á aðalskipulagi: 

1.       Breyting á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins Laugarvatn. Endurskoðun landnotkunar til samræmis við deiliskipulag.

  • Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins Laugarvatn. Á undanförnum mánuðum hefur verið unnin tillaga að fyrsta heildardeiliskipulagi fyrir Laugarvatn og liggur nú fyrir tillaga sem ráðgert er að auglýsa á næstunni. Um er að ræða nokkrar breytingar víðsvegar um þéttbýlið, flestar þeirra minniháttar. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
  • Svæði í miðju þéttbýlisins sem nær yfir Héraðsskólann og stærstan hluta háskólasvæðisins auk lóða við Dalbraut verður skilgreint sem miðsvæði þar sem gert er ráð fyrir verslun og þjónustu, stjórnsýslu, menningarstofnunum og ferðaþjónustu.
  • Lóðir meðfram Torfholti, sem í dag er íbúðarbyggð, verði blönduð landnotkun íbúðar og verslunar- og þjónustu.
  • Stofnanasvæði við Gljúfurholt verði að hluta blönduð notkun íbúðar-, verslunar- og þjónustusvæði og að hluta íbúðarsvæði.
  • Reitur blandaðrar notkunar opinberrar þjónustu og verslunar sunnan við hesthúsasvæði, stækki og verði blönduð landnotkun verslunar- , þjónustu- og opið svæði til sérstakra nota fyrir ferðaþjónustu.
  • Þéttbýlismörk breytast við ströndina.
  • Ýmsar götur og stígar breytast innan þéttbýlisins.

  

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt eftirfarandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi:   

2.       Breyting á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016. Vindrafstöðvar á athafnasvæði Landsvirkjunar við Bjarnalón.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 sem varðar athafnasvæði Landsvirkjunar milli Búrfellsvirkjunar og Sultartanga. Svæðið er skilgreint sem blanda landnotkunar iðnaðarsvæðis og opins svæðis til sérstakra nota, merkt sem I1 og I2. Ekki er gert ráð fyrir breyttri afmörkun svæðisins heldur tekur breytingin til aukinnar og breyttra orkuvinnslu, þ.e. að á ákveðnu svæði verði heimilt að reisa tvær allt að 55 m háar vindtúrbínur (spaðar geta náð upp í allt að 80 m hæð) sem geti framleitt allt að 1,9 MW.

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á  http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/. Skipulagstillögur nr. 1 og 3 eru í kynningu frá 5. til 19. júlí 2012 en kynningartími fyrir skipulagstillögur nr. 2 og 4 - 7 er frá 5. júlí til 17. ágúst 2012. Athugasemdir og ábendingar við tillögur nr. 1  og 3 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 19. júlí en athugasemdir við tillögur nr. 2 og 4 - 7 þurfa að berast í síðasta lagi 17. ágúst 2012. Athugasemdir skulu vera skriflegar.

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps